Aflamarki er úthlutað í þorskígildistonnum.wikipedia.org / -Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Samherji fá mesta úthlutun aflamarks á nýju fiskveiðiári sem hefst á 1. sept. Fiskistofa hefur birt kvótaúthlutunina. Brim fær 9,16%, Samherji 8,58 prósent og næst í röðinni eru Ísfélagið og Fisk Seafood með ríflega sex prósent. Aðrar útgerðir með meira en þrjú prósent kvótans eru Vísir, Vinnslustöðin, Skinney-Þinganes, Nesfiskur, Síldarvinnslan, Hraðfrystihúsið-Gunnvör og Útgerðarfélag Reykjavíkur. Kvótaþakið er tólf prósent. Ríkisstjórnin vill gera auknar kröfur um gagnsæi í eignarhaldi í sjávarútvegi og skerpa á skilgreiningu tengdra aðila. Atvinnuvegaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis á síðasta þingi.