Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands skrifaði undir kjarasamning í morgun. Þetta staðfestir Sigurður Bjarki Gunnarsson, formaður félagsins. Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa verið samningslausir síðan í mars í fyrra en á tímabili var útlit fyrir að hugsanlega yrði gripið til verkfallsaðgerða.Sigurður Bjarki sagði í júní að kjaraviðræður hefðu strandað á því að fá launahækkun á þessu ári sem fólgin var í svokölluðum stöðugleikasamningum í fyrra.Sinfóníuhljómsveitin hafði að hans mati málefnalegar ástæður fyrir því að hafa ekki samið árið 2024 – það hefði til að mynda verið framkvæmdastjóralaust í langan tíma. Upplifun Sigurðar Bjarka var að samninganefnd ríkisins væri að refsa félagsmönnum fyrir að hafa ekki samið á þeim tíma.Fyrr í mánuðinum kom fram að kjaraviðræðu