Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Varnarmálaráðherra Ísraels segir herinn verja landið á öllum vígstöðvum

Minnst sex hermenn týndu lífi þegar Ísraelsher gerði loftárás á herstöð nærri sýrlensku höfuðborginni Damaskus í gær og í morgun. AFP hefur þetta eftir opinberum heimildarmanni sem krefst nafnleyndar.Ríkisfréttastöðin SANA hefur eftir embættismönnum utanríkisráðuneytisins að ísraelskur eftirlitsbúnaður hefði fundist í stöðinni örskömmu áður en loftárásin var gerð.Ísraelski herinn hefur ekki lagt til atlögu jafnnærri stjórnsýslumiðstöð í Sýrlandi frá því uppreisnarmenn íslamista rændu völdum í landinu í desember, að sögn sýrlensku mannréttindavaktarinnar.Ísraelsstjórn hefur ekki staðfest að árásin hafi verið gerð en varnarmálaráðherrann Israel Katz segir í færslu á X herinn tryggja öryggi landsins á öllum vígstöðvum.Sýrlenska mannréttindavaktin staðhæfir að herstöðin hafi geymt vopn úr eigu
Varnarmálaráðherra Ísraels segir herinn verja landið á öllum vígstöðvum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta