Deilt var um dánarorsök Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, sem lét lífið eftir að hafa verið frelsissviptur, beittur ofbeldi og skilinn eftir við göngustíg í Gufunesi í marsmánuði, við framhald aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag.Læknarnir Pétur Guðmann Guðmannsson og Andri Traustason, sem önnuðust réttarkrufninguna, voru meðal þeirra sem báru vitni.Þeir telja dánarorsök vera öndunarörðugleika vegna áverka á brjóstbaki. Verjendur spurðu þá Pétur og Andra hvort áverkarnir kynnu að stafa af endurlífgunartilraunum á bráðamóttöku Landspítala. Læknarnir sögðu það ólíklegt, líklegra væri að áverkarnir hefðu orðið vegna árásar þar sem högg voru látin dynja á aftanvert bakið.Þá sögðu læknarnir mögulegt að ofkæling mannsins, sem skilinn var eftir fáklæddur við göngustíg um miðja nótt, gæti