Tvö börn létust í skotárás í kaþólskum grunnskóla í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í dag. Þau voru átta og tíu ára. 17 særðust í árásinni, þar af 14 börn. Árásarmaðurinn svipti sig lífi. ENGIN ORÐ TIL AÐ LÝSA ÞESSUM HRYLLINGI Yfirvöld héldu blaðamannafund á fimmta tímanum í dag. Þar kom fram að fórnarlömbin voru við í tilefni af fyrstu viku nýs skólaárs hjá börnunum.„Það eru engin orð til að lýsa þessum hryllingi,“ sagði Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, við upphaf fundarins. Brian O'Hara, lögreglustjóri í borginni, segir árásarmanninn hafa hafið skothríð inn um glugga kirkjunnar, sem er í nágrenni skólans. „Hann skaut á börn og fullorðna sem voru inni í byggingunni.“Árásarmaðurinn var með þrjú vopn á sér, riffil, haglabyssu og skammbyssu. Hann svipti sig lífi eftir árásina