Átta einstaklingar búsettir í Mýrdalshreppi eru á Hátekjulista Heimildarinnar og eru samanlagðar tekjur þessara einstaklinga rétt um milljarður króna, en um 881 einstaklingur er búsettur í Mýrdalshreppi. Tveir athafnamenn eru þar atkvæðamestir, annars vegar skattakóngur Suðurlands, hóteleigandinn Sigurður Elías Guðmundsson, sem var með um 430 milljónir í árstekjur, og svo Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear, sem var með 318 milljónir...