„Ég er brosmild í eðli mínu en ég hef líka þá trú að bros geti breytt öllu og ekki síst fyrir þig sjálfa,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands í samtali við Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur í Með okkar augum á RÚV.„Ef þú brosir einlæglega og fallega fyrir aðra þá getur það kannski birt upp heilt herbergi eða jafnvel heilan heim, ef maður leyfir brosinu að sýna sig aðeins oftar en við gerum kannski ef við erum feimin.“ „ÉG ER EKKI HÉRNA TIL AÐ LÁTA HLUTVERKIÐ BREYTA MÉR“ Halla Tómasdóttir hefur setið á forsetastóli í rétt rúmt ár en fyrir það hefur hún tengst viðskiptum vestan hafs og austan, sem og hér heima á Íslandi líka. Hún hefur starfað sem rekstrarhagfræðingur, kennari og fyrirlesari á alþjóðavettvangi.Hún segir embættið einna helst hafa breytt því fyrir sig að nú heyri það fleiri