Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær þurfa tveggja vikna tímaramma til að meta hverjar líkurnar eru á að koma á friðarviðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. „Ég myndi segja að innan tveggja vikna vitum við betur hvernig staðan er,“ sagði Trump í útvarpsviðtali á Newsmax.Eftir það yrði kannski að grípa til annarra ráða. Hann tíundaði ekki frekar hvað hann ætti við. Trump fullyrti í kosningabaráttunni á seinasta ári að hann tryggði frið í Úkraínu á einum degi en þrátt fyrir talsverða viðleitni forsetans hafa ekki orðið nein straumhvörf í þá átt.Trump náði engu samkomulagi við Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fundi þeirra fyrir viku og vonir hafa dofnað um fund hans og Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta á næstunni. Zelensky sakaði Rússa um undanbrögð í gær og sagði þá engan áhuga hafa