Rafmagnslaust er í öllum Skagafirði vegna útleysingar hjá Landsneti á Rangárvallalínu 1. Rafmagn fór af skömmu fyrir klukkan tvö síðdegis.Í tilkynningu frá Rarik segir að starfsfólk fyrirtækisins og Landsnets vinni að því að koma rafmagni aftur á svæðið.Sauðárkrókur í Skagafirði.Björgvin Kolbeinsson