Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Björn Leví um gervigreind og djúpfölsun: „Þetta er gríðarlega flókið vandamál að glíma við“

„Það sem fólk áttar sig oft ekki á með tækniþróunina, og sérstaklega gervigreindarþróunina á undanförnum árum, er að þetta eru bara fyrstu skrefin. Munurinn á gervigreindinni fyrir tveimur árum og núna er alveg stjarnfræðilega mikill og næstu tvö ár og næstu fimm ár – það er ekkert hægt að segja til um hvað hún getur gert þá. Hvað þá tíu ár?“Þetta segir Björn Leví Gunnarsson, tölvunarfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Undanfarið hefur borið nokkuð á gervigreindarfölsunum í íslensku samfélagi og vinna er hafin í menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu við að skoða hvernig hægt sé að bregðast við þeim.Á næsta ári er væntanlegt lagafrumvarp um löggjöf Evrópusambandsins er varðar gervigreind, þ.e. gervigreindarregluverkið (e. AI act) og lög um stafræna þjónustu (e. digital services act)

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta