Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg.