Snarpur jarðskjálfti fannst á suðvesturhorninu laust eftir klukkan 18. Skjálftinn mældist í Brennisteinsfjöllum við Brennisteinshraun og hafa skjálftar mælst þar síðustu mánuði.Þetta staðfestir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Í fyrstu bentu mælingar til þess að skjálftinn hefði verið á bilinu 3,2 og 3,5.Eftir að hann var yfirfarinn af sérfræðingum Veðurstofunnar kom aftur á móti í ljós að hann var stærri en talið var í fyrstu eða 3,8. Skjálftinn var á 7,2 km dýpi.Bjarki segir skjálftann hafa fundist vel í byggð sökum nálægðar upptaka hans við höfuðborgarsvæðið. Skjálftinn sé hluti af eðlilegri skjálftavirkni og sé sennilegast tengdur flekaskilunum.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að skjálftinn var yfirfarinn af sérfræðingum V