Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Opnaði víddir í tungumálinu sem standa öðrum opnar síðan

Thor Vilhjálmsson er af mörgum talinn einn frumlegasti og áhrifamesti rithöfundur síðari hluta 20. aldar á Íslandi. Hann hefði átt 100 ára afmæli á dögunum en hann lést árið 2011. Í tilefni aldarafmælis skáldsins er gefin út bók sem varpar margvíslegu ljósi á höfundinn og manninn. Synir Thors, Guðmundur Andri og Örnólfur Thorssynir, standa fyrir útgáfu bókarinnar sem nefnist Og þaðan gengur sveinninn skáld. Bræðurnir voru gestir Péturs Magnússonar í Tengivagnum á Rás 1 þar sem þeir sögðu frá föður sínum, höfundaverki hans og nýju bókinni. FLESTIR VILDU MINNAST HANS OG SKRIFA Í BÓKINA Guðmundur Andri segir að þeir hafi velt því fyrir sér hvernig best væri að halda upp á 100 ára afmæli föður síns þegar þeir fengu þá hugmynd að gefa út bók. „Það er það sem hann var að gera, að búa til bæku

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta