Thor Vilhjálmsson er af mörgum talinn einn frumlegasti og áhrifamesti rithöfundur síðari hluta 20. aldar á Íslandi. Hann hefði átt 100 ára afmæli á dögunum en hann lést árið 2011. Í tilefni aldarafmælis skáldsins er gefin út bók sem varpar margvíslegu ljósi á höfundinn og manninn. Synir Thors, Guðmundur Andri og Örnólfur Thorssynir, standa fyrir útgáfu bókarinnar sem nefnist Og þaðan gengur sveinninn skáld. Bræðurnir voru gestir Péturs Magnússonar í Tengivagnum á Rás 1 þar sem þeir sögðu frá föður sínum, höfundaverki hans og nýju bókinni. FLESTIR VILDU MINNAST HANS OG SKRIFA Í BÓKINA Guðmundur Andri segir að þeir hafi velt því fyrir sér hvernig best væri að halda upp á 100 ára afmæli föður síns þegar þeir fengu þá hugmynd að gefa út bók. „Það er það sem hann var að gera, að búa til bæku