Frestur sem fulltrúar á ráðstefnu um plastmengun í Genf gáfu sér til að ná samkomulagi um aðgerðir rennur út í kvöld. Tvísýnt er að samkomulag náist þar sem erfitt hefur reynst að finna sameiginlegan flöt sem hægt er að byggja samkomulag á.Fimm umræðulotur um aðgerðir hafa verið haldnar undanfarin þrjú ár. Ráðstefnan í Genf hófst 5. ágúst og er tilgangurinn með henni að reyna að ljúka fyrsta alþjóðlega samkomulaginu um aðgerðir gegn plastmengun.Ekki er vanþörf á. 15 milljón tonn af plasti fara árlega í sjóinn í heiminum. Um 400 milljón tonn af nýju plasti eru framleidd á ári og án stefnubreytingar verður 50% meira af plasti í umhverfinu sem mengar eða er ekki meðhöndlað á réttan hátt, að mati OECD. Örplast finnst víða í umhverfinu, meðal annars á fjallstoppum, í sjónum og alls staðar á lík