Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ekkert strok tilkynnt til MAST

Matvælastofnun - MAST - hefur ekki fengið neinar tilkynningar um strok laxa úr sjókvíum. Talið er að eldislaxar sem fundist hafa í Haukadalsá komi úr sjókvíum á Vestfjörðum en þrjú fyrirtæki eru þar í slíkri starfsemim.Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá MAST segir að stofnuninni hafi ekki borist neinar tilkynningar um strok laxa. Þegar fregnir bárust af strokulöxunum hafi vinna hafist við að komast að hvaðan laxarnir sluppu. „Fiskur strýkur yfirleitt þegar einhverskonar tjón eða bilanir verða á búnaði. Við eigum að fá tilkynningu um það, en höfum ekki fengið neinar slíkar undanfarið,“ segir Karl Steinar.Hann segir að allt kapp sé lagt á að komast að uppruna fiskanna. „Því fyrr, því betra,“ segir hann. „Einhversstaðar frá kemur þetta.“Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur fó

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta