Í kjölfar kosninga til Alþingis er fyrsti prófsteinn hverrar nýrrar ríkisstjórnar hennar fyrsta þing. Metnaður ráðherra til að sýna mátt sinn og megin og tefla fram málum til þess að fylgja eftir kosningaloforðum sinna flokka er almennt áberandi og var þetta fyrsta þing nýrrar ríkisstjórnar engin undantekning.