Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Daði fær nýjan aðstoðarmann

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hefur ráðið sér nýjan aðstoðarmann. Sá heitir Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson og er lögmaður að mennt. Hann hefur unnið sem aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar og verið aðstoðarkennari við lagadeild Háskóla Íslands. Síðast vann hann á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hann var formaður ungliðahreyfingar Viðreisnar og varaformaður Orators, félags laganema við Háskóla Íslands.Dagbjartur er annar aðstoðarmaður Daða Más. Fyrir er Jón Steindór Valdimarsson.Stjórnarráðið

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta