Viðvaranir vegna hita eru nú í gildi í Portúgal, Spáni, Ítalíu, Frakklandi og á Balkanskaga þar sem búist er við að hitinn fari vel yfir 40 stig. Það hefur þegar gerst víða í þessum löndum.Staðan virðist einna verst á Spáni. Hátt í 6.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín í norður-, mið- og suðurhlutum landsins. Meira en helmingur þeirra er í tveimur héruðum í norðvesturhluta landsins - Castilla og León. Íbúi í Tres Cantos í útjaðri Madrid lést af völdum brunasára í gær.Tvö þúsund manns þurftu að yfirgefa strandbæinn Tarifa í Andalúsíu sem er mikill ferðamannastaður. Héraðsstjóri Andalúsíu segir að naumlega hafi tekist að koma í veg fyrir að íbúðarhús yrðu eldinum að bráð. Myndskeiðið hér að neðan er þaðan.Hitinn hefur farið vel yfir 40 stig víða um Suður-Evrópu í dag. Gróðureldar og hi