Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

RSF-uppreisnarherinn drap 40 í flóttamannabúðum

Að minnsta kosti fjörutíu voru drepin í gær þegar súdönsku RSF-uppreisnarsveitirnar gerðu árás á flóttamannabúðir utan við borgina el-Fasher, höfuðborg héraðsins Norður-Darfur.Milljónir eru á flótta innan og utan landamæra Súdans.EPA / MARWAN MOHAMEDMannréttindasamtök greindu frá árásinni. Borgin hefur verið í herkví uppreisnarsveitanna frá því í maí á seinasta ári en þær hafa háð stríð við súdanska stjórnarherinn frá því í apríl 2023. Hundruð þúsunda hafa verið drepin í stríðsátökum sem geisað hafa í Darfur yfir tuttugu ár og milljónir manna hafa neyðst á vergang innanlands og -utan.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta