Flateyringar eru orðnir langþreyttir á ágangsfé. Framkvæmdir við snjóflóðavarnargarða fyrir ofan bæinn gera fénu kleift að éta sumarblóm íbúa og fara inn í kirkjugarð.Síðustu þrjú sumur hefur fólk þurft að þola ágangsfé á Flateyri. Guðmundur Björgvinsson Flateyringur lýsti í viðtali við RÚV fyrir ári síðan hve þreytandi það væri að þurfa að hefja alla daga á rekstri. Lítið hefur breyst.Hann segir féð vappa um allan bæ skiljandi eftir sig ummerki, étandi sumarblómin og traðkandi á leiðum í kirkjugarðinum. „Það er nú ekki mikil stemning fyrir þessu. Þetta er þriðja sumarið sem ástandið er þannig að girðing fyrir utan eyrina er ekki held,“ segir Guðmundur. GERA NÝJA GIRÐINGU Ástæðan er sú að fyrir ofan bæinn er unnið að gerð snjóflóðavarna og ekki er unnt að hafa girðinguna lokaða. Páll Br