King Gizzard & the Lizard Wizard, Deerhoof og Xiu Xiu – þessar hljómsveitir eru meðal þeirra sem ætla að fjarlægja tónlist sína af sænsku streymisveitunni Spotify í mótmælaskyni eftir fjárfestingar meðstofnanda Spotify í hernaðarfyrirtæki.Svíinn Daniel Ek stofnaði Spotify árið 2006 ásamt Martin Lorentzon. Fjárfestingafyrirtæki Eks, Prima Materia, fjárfesti nýverið 85 milljörðum króna í þýska fyrirtækinu Helsing sem framleiðir hernaðarbúnað sem styðst við gervigreindartækni.Spotify hefur þegar sætt gagnrýni vegna lágrar þóknunar tónlistarfólks og mikillar tónlistar á veitunni sem framleidd er með gervigreind. HEFUR FJÁRFEST UM HUNDRAÐ MILLJÖRÐUM Í HELSING Helsing var stofnað árið 2021 af Torsten Reil, fyrrum yfirmanni í tölvuleikjageiranum, Niklas Köhler, sérfræðingi á sviði gervigreinda