Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Almannavarnir segja minnst 37 drepin á Gaza

Að minnsta kosti 37 Palestínumenn féllu fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna í dag að sögn almannavarna á Gaza. Á þriðja hundrað særðist. Þrjátíu þeirra drepnu voru að bíða eftir mataraðstoð, þar af tólf við landamærahlið norðanvert á Gaza. Þrír hið minnsta voru drepnir í drónaárás nærri borginni Khan Yunis.AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir erfitt að staðfesta upplýsingarnar vegna takmarkaðs aðgengis fréttafólks að Gaza.Þúsundir safnast saman við matarúthlutunarstöðvar á hverjum, meðal annars þær sem Mannúðarstofnun Gaza rekur með fulltingi Bandaríkjanna og Ísraels. Frá því starfsemi hennar hófst í maí hafa nær daglega borist fréttir af drápum á fólki sem bíður aðstoðar.Mikill matarskortur ríkir á Gaza vegna herkvíar Ísraelshers en einnig er hörgull á lyfjum og eldsneyti sem sjúk

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta