Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Sækja konu með mikinn skurð á læri í Þakgil

Viðbragðsaðilar voru kallaðir í Þakgil á þriðja tímanum þar sem kona á reiðhjóli hafði hlotið mikinn skurð á læri. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á staðinn til þess að flytja konuna á slysadeild.Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir að viðbragðsaðilar, bæði lögregla og sjúkraflutningamenn, séu á staðnum og að hlúð sé að konunni í sjúkrabílnum. Garðar segir konuna með meðvitund en að mikil blæðing sé úr sárinu.Sjúkrabílilnn er fastur á vettvangi en ástæðan liggur ekki fyrir. Garðar segir að mikið sambandsleysi sé á þessum slóðum. Hann segir að þyrlan sé væntanleg á vettvang á næstu mínútum.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta