Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fimmtíu ára ráðgáta um fyrsta bankaránið á Íslandi leystist í sumar

Í janúar 1975 birti Mánudagsblaðið litla frétt sem bar fyrirsögnina „Fyrsta bankarán á Íslandi?“ Þar var því lýst hvernig óþekktir menn hefðu komist inn í útibú Útvegsbankans í Kópavogi og haft á brott 20-30 þúsund krónur í skiptimynd. Þetta hafði blaðið eftir heimildarmönnum en fékk ekki staðfest í bankanum.„Ef þetta er rétt, hefur hér verið framið fyrsta bankarán hérlendis,“ skrifaði blaðið.Ekki fór mikið fyrir þessum tíðindum á sínum tíma og sennilega er það rétt sem lögregla segir á Facebook-síðu sinni í dag að málið hafi að mestu fallið í gleymsku.Það breyttist þó í sumar þegar einn þjófanna gaf sig fram við lögreglu og sagðist hafa stolið peningunum ásamt vinum sínum sem allir voru á fermingaraldri á þessum tíma, fyrir hálfri öld.„Hvað varð til þess að maðurinn játaði sök hálfri öld

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta