Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Flug til Ísafjarðar stendur ekki undir sér og þarf ríkisstyrk

Það er ekki hægt að reka flug til Ísafjarðar á markaðslegum forsendum. Þetta er niðurstaða markaðsgreiningar sem Vegagerðin lét gera á flugleiðinni.„Niðurstaðan er sú að það þarf ríkisstyrk til að flug á Ísafjörð gangi upp,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs hjá Vegagerðinni.Bergþóra segir að markaðsgreiningu, sem unnin var af utanaðkomandi ráðgjafa, sé lokið en að endanlegar niðurstöður um það hversu mikinn ríkisstyrk þurfi til þess að reka flugleiðina, og með hvaða hætti er best að reka hana, muni liggja fyrir innan nokkurra vikna. RÍKISSTYRKIR ÞURFI AÐ UPPFYLLA STRÖNG SKILYRÐI Icelandair tilkynnti í vor að flugi til Ísafjarðar yrði hætt haustið 2026 en Bergþóra segir það alls ekki þannig að flugfélög geti knúið fram ríkisstyrk með þessum hætti. Ísland sé b

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta