Icelandair flutti 611 þúsund farþega í júlímánuði sem er svipað og í sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur félagið flutt rúmlega 2,8 milljónir farþega sem er um 9 prósent aukning frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins.