Athafnakonan og hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir hefur gert upp fjölda húsa frá grunni ásamt Berki, eiginmanni sínum. Í dag eru þau að leggja lokahönd á palla í kringum ævintýralegt hús þeirra í Hafnarfirði sem þau breyttu úr gömlu úrsérgengnu húsi í nútímahús á tveimur hæðum.