Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ástinni boðið til New York og Toronto

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, hefur verið valin í aðalflokka kvikmyndahátíðanna í Toronto og New York í haust. Myndin var heimsfrumsýnd í Cannes í Frakklandi og hlaut standandi lófaklapp. Hún verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst en nú þegar er uppselt á sýningar um allan heim.Myndin verður sýnd í Centrepiece-flokki TIFF þar sem fjölmargar nafntogaðar myndir hafa verið sýndar eins og The King’s Speech og Room. Á NYFF verður myndin í hópi nýjustu verka leikstjóra á borð við Jim Jarmusch og Kathryn Bigelow.Myndin segir ljúfsára sögu fjölskyldu sem reynir að fóta sig í breyttum aðstæðum eftir skilnað foreldranna.Með aðalhlutverk fara Saga Garðarsdóttir og Sverrir Guðnason.Aðsend

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta