Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Stormur stöðvaði skoska spéfugla

Stormurinn Floris veldur talsverðum usla í norðanverðri Evrópu. Skotar urðu illa fyrir barðinu á óveðrinu í gær. Lestarferðir til og frá Skotlandi voru felldar niður líkt og á norðanverðu Englandi.Almenningsgörðum var lokað og fólk beðið um að festa trampólín í görðum. Tré féllu yfir lestarteina og slitnar raflínur ollu rafmagnsleysi á um 22 þúsund heimilum.Frá Skotlandi gekk stormurinn yfir suðvestanverðan Noreg með talsverðum látum. Tré rifnuðu og féllu á raflínur, með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð á mörghundruð heimilum við Óslóarfjörð.Danir búa sig undir að fá leifar stormsins. Strandhýsi við Lökken, nyrst á Jótlandi, verða fjarlægð til að koma í veg fyrir að þau skoli út á sjó líkt og í svipuðu óveðri árið 2023.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta