Starfshópi ætlað að efla strandsiglingar – „Við erum ekki að fara að stofna ríkisskip“
Innviðaráðherra hyggst skipa starfshóp um strandsiglingar, eftir að Eimskip tilkynnti að það ætli að hætta strandsiglingum til Vestfjarða og Norðurlands. Hann segir stefnu sína um að efla siglingarnar ekki hafa breyst.„Þessi starfshópur sem verður skipaður hagaðilum og fulltrúum skipafélaganna, þeim er ætlað að skila aðgerðaáætlun fyrir 1. desember“, segir Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra.Það sé áfall í greininni að Eimskip hætti siglingum til Ísafjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar og Húsavíkur, sem ákveðið var eftir rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka. „RYÐJA ÚR VEGI LAGALEGUM OG REKSTRARLEGUM HINDRUNUM“ Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, leiðir starfshópinn. Ráðherra segir markmið starfshópsins að ryðja úr vegi lagalegum og rekstrar