Hafnir á Vestfjörðum og Norðurlandi verða af hundruðum milljóna eftir að strandsiglingum þangað verður hætt, að sögn Lúðvíks Geirssonar, formanns stjórnar Hafnasambands Íslands.Eimskip ákvað að hætta strandsiglingum til Ísafjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar og Húsavíkur eftir að tilkynnt var um rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka. Ákvörðunin var tekin vegna þess hve þungt vöruflutningar vegna starfsemi kísilversins vógu á þessari leið.Hafnasamband Íslands lýsti í dag yfir vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar.Lúðvík segir það ljóst að hafnirnar sem um ræðir verði af „mörg hundruð milljónum“ vegna þessa. „Þetta eru þónokkuð margar hafnir á Vestfjörðum og Norðurlandi sem eru að missa fastar, reglulegar tekjur sem skipta þessar hafnir mjög miklu máli til að geta haldið sínum sjó og sinni starfsemi,