Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Utanríkismálanefnd kölluð saman til að ræða tolla

Utanríkismálanefnd Alþingis kemur til fundar á fimmtudag til að ræða boðaða tolla, bæði frá Bandaríkjunum og verndaraðgerðir ESB á járnblendi. Pawel Bartoszek, formaður nefndarinnar, greinir frá þessu á Facebook. „ Það er skylda okkar að gæta að hagsmunum Íslands gagnvart okkar stærstu viðskiptaþjóðum,“ skrifar hann.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með hagsmunasamtökum atvinnulífsins til að upplýsa um stöðuna í samskiptum við Bandaríkin. „Við þurfum að hafa í huga að þetta er einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar. En ,að er eitt og annað sem við getum gert,“ sagði Þorgerður við fréttastofu eftir fundinn.Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis (C).RÚV / Ragnar Visage

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta