Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fluttu kókaínvökva í plastflöskum til landsins

Þrír einstaklingar sitja í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa flutt hátt í einn og hálfan lítra af kókaínvökva til landsins. Efnin fundust við leit tollvarða á tveimur þeirra aðfaranótt 3. maí í fjórum flöskum sem tveir þeirra höfðu í fórum sínum.Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þann 25. júlí. Einn einstaklinganna áfrýjaði málinu til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhald yfir honum þann 29. júlí.Viðkomandi er erlendur ríkisborgari og hefur engin sýnileg tengsl við landið og er því talið brýnt að tryggja að hann komist ekki úr landi.Tvímenningarnir sem höfðu kókaínvökvann meðferðis komu með sama flugi en sá þriðji kom á svipuðum tíma með öðru flugi. Segir í úrskurðinum að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að hann hafi staðið að innflutningnum ásamt hinum tveim.Í skýrslutöku af

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta