Stjórn Hafnasambands Íslands lýsir yfir vonbrigðum með ákvörðun Eimskips að hætta strandsiglingum til hafna á Vestfjörðum og Norðurlandi í kjölfar stöðvunar á starfsemi kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Sambandið segir þessa ákvörðun koma til með að leiða af sér töluvert tekjutap hjá þeim höfnum sem Eimskip hefur siglt til.Eimskip greindi nýverið frá þessari ákvörðun sinni og sagði ástæðuna vera þá hve flutningar vegna starfsemi PCC vógu þungt í flutningunum. Vegna þessa hættir Eimskip strandsiglingum til hafna á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík.Hafnasamband Íslands segir ákvörðunina leiða af sér aukið slit og álag á þjóðvegakerfinu. Eimskip. Tenging landsbyggðarinnar við millilandakerfi Eimskips verður áfram tryggð með flutningum á landi, eins og fram kemur í frétt Morgun