Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Vatn flæddi inn í rútu í Krossá: Farþegar klifruðu út um þakglugga

Rúta ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Yeti komst í hann krappan á sunnudaginn þegar hún var á leið yfir Krossá í Þórsmörk. Forstjóri fyrirtækisins segir engan hafa sakað og að björgunarsveitir hafi komið þeim til aðstoðar við að draga bílinn upp úr ánni.Belgíski miðillinn Nieuwsblad og hollenski miðillinn De Telegraf greindu frá atvikinu og birtu þar myndskeið sem farþegar rútunnar náði af atvikinu, en 30 belgískir og hollenskir ferðamenn voru um borð. Haft er eftir ferðamanni að vatn hafi tekið að streyma inn í rútuna og að farþegar hafi þurft að klifra út um brotinn þakglugga rútunnar og draga sig upp úr ánni með reipi.Hægt er skoða myndskeið hér. FARA YFIR ÁNA ERFIÐLEIKALAUST Á HVERJUM DEGI Javi Galvez, forstjóri Arctic Yeti, segir rútuna fara yfir ána erfiðleikalaust á degi hverjum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta