„Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld.