Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Datt aldrei fangabúðir í hug, aðeins dauðinn

„Hún talaði voðalega lítið um stríðsárin, mjög lítið, og sagði ekki það sem hún vildi ekki segja,“ segir Guðrún Erlendsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari um Kristínu Björnsdóttur. Guðrún er ein örfárra sem þekkja sögu Kristínar.Kristín var ævintýrakona en líf hennar er sveipað dulúð. Hún var á fjórða ár í fangabúðum á Ítalíu og vann eftir það fyrir bandaríska herinn og Rauða krossinn á Ítalíu. Þaðan fór hún til New York og fékk starf hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem hún var í meira en tvo áratugi.Guðrún Hálfdánardóttir kynnir sér lífshlaup þessa lítt þekkta kvenskörungs, sem var iðulega í hringiðu heimsmálanna, í þáttunum Stína sterka á Rás 1. BUÐU HENNI GULL OG GRÆNA SKÓGA Í fyrri þættinum um Stínu sterku kom fram að í seinni heimsstyrjöldinni reyndu Þjóðverjar að fá hana til starfa fy

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta