Það voru þreyttir en glaðir þjóðhátíðargestir sem streymdu úr Herjólfi í Landeyjahöfn í dag. Flestir sögðust ánægðir með helgina þrátt fyrir vonskuveður á föstudag. Fólk sagðist sérstaklega þakklátt Eyjamönnum fyrir góðar mótttökur og aðstoð við að þurrka föt og búnað eftir illviðrið sem gekk yfir á föstudag.Lögreglan stóð vaktina alla helgina og sá til þess að bílstjórar færu ekki af stað út í umferðina með áfengi í blóðinu.Þá var nóg að gera hjá starfsfólki Herjólfs. Fyrsta ferð dagsins frá Eyjum til Landeyjahafnar var klukkan 02:00 í nótt en alls eru ferðirnar ellefu í dag.