Lögreglan á Suðurlandi verður með öflugt eftirlit í umferðinni í dag og enginn ökumaðurinn fær að leggja af stað frá Landeyjahöfn án þess að blása í áfengismæli.„Það er nóg að gera í Landeyjarhöfn,“ segir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. „Enginn kemst í gegn án þess að blása.“Hann segir umferðina fara rólega af stað en á von á því að hún þyngist mikið eftir því sem líður á daginn. Lögreglan á Suðurlandi verði með eftirlit á nokkrum stöðum í landshlutanum.Nokkur erill var hjá Lögreglunni á Suðurlandi í nótt í tengslum við útihátíðir. Sex gista í fangaklefum lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Þeir eru ýmist grunaðir um ofbeldis- eða áfengislagabrot. Tvö minni háttar fíkniefnamál komu á borð Lögreglunnar í Vest