Yfir 220 fórust í sprengingu í höfn Beirút þennan dag fyrir fimm árum og yfir 6.500 slösuðust. Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir sprenginguna, sem varð eftir að eldur kviknaði í vöruhúsi. Þar er áætlað að 2.750 tonnum af ammóníumnítrat-áburði hafi verið staflað eftir að hafa verið flutt til landsins með skipi.Joseph Aoun, sem tók við sem forseti Líbanon á þessu ári, heitir réttlæti og segir líbanska ríkið skyldugt til þess að komast að því hvað gerðist. Lög landsins nái til allra, án undantekninga.Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í dag og fjöldagöngur hafa verið skipulagðar síðar í dag þar sem réttlætis verður krafist. Safnast verður saman við höfnina í lok göngu. TAFIR Á RANNSÓKN VEGNA STRÍÐS OG AFSKIPTA Tveggja ára töf varð á rannsókn sprengingarinnar eftir afskipti bæði ú