Landeigendur við Reynisfjöru segjast ætla að skoða hvað megi bæta og hvernig sé hægt að upplýsa ferðamenn betur um hættuna í fjörunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þeir sendu fréttastofu.Þar er rifjað upp að starfshópur hafi verið skipaður árið 2022 til að bæta aðbúnað í fjörunni. Í kjölfarið var ráðist í átak um merkingu og upplýsingagjöf um hætturnar í fjörunni. Sex hafa látist í Reynisfjöru á þessari öld.Níu ára stúlka frá Þýskalandi lést í gær eftir að hafa farið í sjóinn ásamt föður sínum.