Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þá komu upp tvö fíkniefnamál, en í báðum tilvikum var fólk með neysluskammt.Flest verkefni lögreglu snerust um að aðstoða gesti vegna ölvunar og þurftu tveir að gista fangageymslur vegna þess.