Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Segja kvikmyndatökur Nolans stuðla að kúgun Sahrawi-fólksins

Tökur fyrir nýjustu kvikmynd Christophers Nolans, Ódysseifskviðu, fóru nýverið fram í borginni Dakhla í Vestur-Sahara. Aðstandendur kvikmyndahátíðarinnar FiSahara gagnrýna framleiðsluna fyrir að taka myndina upp í borginni en svæðið var hernumið af Marokkó árið 1976 og er skilgreint sem ríki sem ekki hefur heimastjórn af Sameinuðu þjóðunum.Kvikmyndin Ódysseifskviða er fyrsta mynd Nolans síðan hann hreppti tvenn Óskarsverðlaun, fyrir bestu kvikmyndina og bestu leikstjórnina, árið 2024 fyrir Oppenheimer. Ódysseifsvkiða er prýdd úrvalsliði leikara á borð við Matt Damon, Charlize Theron, Lupita Nyong’o og Anne Hathaway.Kvikmyndatökurnar fara fram í fjölda landa, þar á meðal á Íslandi. Framleiðslan var stödd hérlendis í júnímánuði og var til að mynda með aðsetur á Hvolsvelli um tíð. Þá hefur Ch

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta