Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Barn í sjóinn í Reynisfjöru

Barn fór í sjóinn við Reynisfjöru í dag. Leit hófst þegar í stað.Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, segir að lögreglu hafi borist tilkynning um málið um tíu mínútur í þrjú.Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að þyrla gæslunnar hafi verið send á vettvang á hæsta forgangi. Hún tók á loft frá Reykjavík um þrjúleytið.Búið er að kalla út allar björgunarsveitir í nágrenni við slysstað. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í leitinni, bæði frá björgunarsveitum og lögreglu.Drónar eru notaðir við leitina og óskað hefur verið eftir aðstoð björgunarskipsins Þórs frá Vestmannaeyjum.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta