Barn í sjóinn í Reynisfjöru
Barn fór í sjóinn við Reynisfjöru í dag. Leit hófst þegar í stað.Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, segir að lögreglu hafi borist tilkynning um málið um tíu mínútur í þrjú.Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að þyrla gæslunnar hafi verið send á vettvang á hæsta forgangi. Hún tók á loft frá Reykjavík um þrjúleytið.Búið er að kalla út allar björgunarsveitir í nágrenni við slysstað. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í leitinni, bæði frá björgunarsveitum og lögreglu.Drónar eru notaðir við leitina og óskað hefur verið eftir aðstoð björgunarskipsins Þórs frá Vestmannaeyjum.