Tvö fyrirtæki, Öryggismiðstöðin og Sigmenn ehf, hafa fengið hátt í milljarð greiddan frá ríkinu fyrir að sinna öryggismálum og eftirliti í Grindavík frá því árslok ár 2023.Víkurfréttir greindu fyrst frá kostnaðinum. Öryggismiðstöðin og Sigmenn ehf. hafa verið áberandi í Grindavík síðan í nóvember 2023, þegar bærinn var fyrst rýmdur vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Engar teljandi sprungumyndanir hafa orðið í Grindavík síðan í janúar í fyrra, og síðan í ágúst í fyrra hefur bærinn verið talin öruggur til búsetu, þar sem búið er að girða af sprungur og gera við aðrar.Sigmenn sem hafa það sem af er ári fengið um 50 milljónir fyrir sín störf, og samtals 165 milljónir frá upphafi síðasta árs. Þá hefur ríkið greitt Öryggismiðstöðinni 706 milljónir frá janúar á síðasta ári, þar af 246 milljónir