Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Ég labbaði út nokkrum klukkutímum seinna og hafði náð að kaupa húsið“

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison, var gestur Felix Bergssonar í Fram og til baka á Rás 2. Í dagskrárliðnum Fimmunni sagði hann frá fimm stöðum sem hafa haft áhrif á líf hans. Þar kennir ýmissa grasa og við heyrum af bæjarrónanum Cesariu Evora á Grænhöfðaeyjum, listamannaskólanum á miðvikudagskvöldum í Hrísey og leitinni að draumagötunni í Mosó á Google. ÆVINTÝRALÍF Í ÆVINTÝRAHEIMI Grænhöfðaeyjar eru fyrsti staðurinn. Þar ólst Mugison upp að nokkru leyti þegar faðir hans vann þar í nokkur ár við þróunarverkefni. Að sumu leyti voru árin þar töfrum líkust. „Maður fattar það ekki sem barn en þegar maður lítur til baka sem fullorðinn sér maður að það er ævintýraheimur.“Grænhöfðaeyjar hafa öðlast sjálfstæði en á þessum tíma voru þær portúgölsk nýlenda. Þarna synti Mugison í sj

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta