Margt fólk hefur lagt leið sína til Akureyrar og nágrennis í dag.Uppbókað er á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri. Þar eru um 2.000 manns. Í Kjarnaskógi kepptu kraftmiklir krakkar í krakkahlaupi Súlna Vertical.Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir stöðugan straum hafa verið til Akureyrar og Siglufjarðar. Bæjarhátíðir eru haldnar á báðum stöðum um helgina. Jóhannes segir umferðina hafa gengið vel að mestu og hvetur fólk til að fylgjast með veðurspám.Fréttastofa leit líka inn í Austurbæjarbíó í Reykjavík í kvöld og tók hús á Steinþóri Helga Arnsteinssyni, skipuleggjanda Innipúkans, og Mugison sem treður upp á hátíðinni.