Elísa Mjöll Sigurðardóttir er nýjasti sóknarprestur landsins og mögulega sá yngsti líka því hún er ekki nema 27 ára. Hún sagði hlustendum Helgarútgáfunnar á Rás 2 frá því hvernig starfið leggst í hana í samtali við Steineyju Skúladóttur í Hveravík á dögunum.„Það eru aðeins tveir dagar síðan ég fékk að vita að ég hafi fengið þessa stöðu, þannig ég er bara aðeins að ná mér niður,“ sagði hún fyrir helgi.„Ég veit eiginlega ekki hvernig mér leið en dóttir mín spurði mig einmitt af hverju ég væri búin að vera brosandi allan daginn, það lýsir kannski stöðunni bara svolítið vel.“Elísa Mjöll segist hafa verið þrettán ára þegar hún hafi ákveðið að verða prestur, þegar hún var að byrja í fermingarfræðslu. „En ég hef nú alltaf verið frekar kirkjurækin. Amma mín heitin, amma Rósa, var dugleg að kenna m