Veðurspá á landinu yfir verslunarmannahelgina hefur oft verið betri. Víða er von á roki og rigningu – þar á meðal á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir slæmar veðurhorfur ekki spilla hátíðinni í ár. Undirbúningur er í fullum gangi og viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar vegna veðurs.Fínu veðri er spáð í eyjum á fimmtudag en á föstudagskvöld og laugardag er hins vegar von á hvassviðri og rigningu. Þá gerir spá ráð fyrir að úrkomuminna verði á sunnudag en þó áfram rigning. VIÐBRAGÐSÁÆTLUN TIL STAÐAR Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð hefur gengið vel að sögn Jónasar. Hann reiknar með að hátíðin verði vel sótt, þrátt fyrir slæma veðurspá.„Við erum bjartsýn hér í eyjum á að veðrið fari bara fram hjá okkur. Við erum búin að gera ráðstafanir fy