Dómstóll í Kólumbíu hefur fundið fyrrum forseta landsins, Álvaro Uribe, sekan um misferli og fyrir að reyna að múta vitni. Uribe, sem sat í forsetastóli frá 2002 til 2010, var sakfelldur í gær. Hann vildi að vitni myndi ljúga fyrir sig.Uribe gæti átt yfir höfði sér tólf ára fangelsi fyrir hvorn ákærulið fyrir sig, að því er segir í frétt Reuters. Búist er við því að dómari taki ákvörðun um refsingu á föstudag. Lögmenn forsetans fyrrverandi segja hann ætla að áfrýja dómnum. SEGIST AÐEINS HAFA REYNT AÐ SANNFÆRA VITNI UM AÐ SEGJA SANNLEIKANN Forsaga málsins er sú að árið 2012 stefndi Uribe öldungardeildarþingmanninum Iván Cepeda fyrir hæstarétt landsins. Uribe sagði hann hafa lagt á ráðin um að tengja Uribe ranglega við hersveitir uppreisnarmanna á hægri vængnum í Kólumbíu. Rétturinn vísað